Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. Aðgerðir hefjast að óbreyttu 4. febrúar. Rúmlega 1800 manns voru á kjörskrá og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Henni lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Með atkvæðagreiðslunni hafa félagsmenn Eflingar samþykkt verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg. Formleg verkfallsboðun verður afhent borgaryfirvöldum og ríkissáttasemjara fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 27. janúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Í tilkynningu frá Eflingu segir að metþátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslunni, eða 59,2 prósent. Alls voru 34 á móti, eða 3,1 prósent, og 16 tóku ekki afstöðu eða 1,4%. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hún fagni því að félagsmenn hafi tekið undir tillögu samninganefndar um boðun verkfallsaðgerða. „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum baráttuvilja meðal starfsmanna í fjölmörgum heimsóknum mínum á vinnustaði borgarinnar síðan í haust. Fólk er orðið langþreytt á því að vinna fyrir sultarlaunum við vaxandi álag og erfiðar aðstæður. Metkosningaþátttaka, svo ekki sé talað um yfirgnæfandi vilja til aðgerða, sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið og höfum fjöldann á bakvið okkur. Með þennan vind í seglunum eru okkur allir vegir færir í baráttunni við borgina,“ segir Sólveig Anna í tilkynningu. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Skipulag verkfallsaðgerða verður með eftirfarandi hætti: Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. Aðgerðir hefjast að óbreyttu 4. febrúar. Rúmlega 1800 manns voru á kjörskrá og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Henni lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Með atkvæðagreiðslunni hafa félagsmenn Eflingar samþykkt verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg. Formleg verkfallsboðun verður afhent borgaryfirvöldum og ríkissáttasemjara fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 27. janúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Í tilkynningu frá Eflingu segir að metþátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslunni, eða 59,2 prósent. Alls voru 34 á móti, eða 3,1 prósent, og 16 tóku ekki afstöðu eða 1,4%. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hún fagni því að félagsmenn hafi tekið undir tillögu samninganefndar um boðun verkfallsaðgerða. „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum baráttuvilja meðal starfsmanna í fjölmörgum heimsóknum mínum á vinnustaði borgarinnar síðan í haust. Fólk er orðið langþreytt á því að vinna fyrir sultarlaunum við vaxandi álag og erfiðar aðstæður. Metkosningaþátttaka, svo ekki sé talað um yfirgnæfandi vilja til aðgerða, sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið og höfum fjöldann á bakvið okkur. Með þennan vind í seglunum eru okkur allir vegir færir í baráttunni við borgina,“ segir Sólveig Anna í tilkynningu. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Skipulag verkfallsaðgerða verður með eftirfarandi hætti: Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24