Níu létust í þyrluslysinu: „Fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvinar á TMZ Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 22:58 Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins. Skjáskot Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38