Ritstjórinn sorgmæddur og í sjokki yfir þessum endalokum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:50 Tímaritið Myndir mánaðarins hefur verið gefið út í rúmlega 26 ár. Ritstjóri blaðsins var Bergur Ísleifsson. Myndir/Aðsent Tímaritið Myndir mánaðarins hefur hætt útgáfu og kemur blaðið ekki út aftur. Myndir mánaðarins hefur verið gefið út í hverjum mánuði í 26 ár samfellt. Blaðið hefur alltaf verið í frídreifingu og verið fáanlegt í verslunum, bíóhúsum og á sölustöðum kvikmynda. Blaðið var einnig fáanlegt á vídeóleigum landsins þegar þær voru enn starfandi. „Ég er mjög sorgmæddur yfir þessum endalokum. Í hálfgerðu sjokki reyndar,“ segir Bergur Ísleifsson ritstjóri blaðsins í samtali við fréttastofu. „Ég vil senda kveðju til lesenda með þökk fyrir lesturinn í gegnum árin. Þeir eru margir sem eiga eftir að sakna þessa blaðs.“ Í blaðinu mátti finna umfjallanir um kvikmyndir og tölvuleiki. Einnig var fjallað um það helsta sem var að gerast í kvikmyndaheiminum. Útgefandi Mynda mánaðarins var Myndmark – félag myndbandaútgefanda og myndbandaleigna. Síðan árið 2012 hefur blaðið einnig verið fáanlegt rafrænt í samstarfi við Kvikmyndir.is vefinn. „Ég heyrði ávæning af þessu síðastliðið sumar, að auglýsingasamningar myndu klárast um áramót og framhald væri í óvissu,“ útskýrir Bergur. Hann vonaði þó að blaðið yrði áfram í útgáfu. „Síðan gerðist það að útgefandi blaðsins ákvað að leita ekki eftir frekari samningum og hætta. Það staðfesti hann í lok nóvember. Ég bauðst til að halda útgáfunni áfram og taldi það vel mögulegt en tvö af þremur bíóanna höfðu ekki áhuga á því, einhverra hluta vegna, og þar með var blaðið dauðadæmt.“ Tölublöðin voru í heildina 317 talsins.Mynd/Myndir mánaðarins Auglýsingamarkaðurinn erfiður „Við höfum komið út í öll þessi ár og lesturinn hefur verið mældur reglulega af Gallup. Þær tölur hafa sýnt þennan mikla lestur ár eftir ár þannig að þessi viðbrögð hafa ekki komið á óvart. Í síðustu mælingu minnir mig að heildarlesturinn hafi verið upp á 14,8 prósent. Mælingarnar hafa sýnt að það var alveg sérstaklega vinsælt hjá yngri lesendum,“ segir Stefán Unnarsson útgáfustjóri hjá Myndmark í samtali við Vísi. „Þó að heildarafkoman hafi verið í lagi þá voru einstaka blöð erfið auglýsingalega séð, menn að færa sig yfir í netauglýsingar og minnka prentauglýsingar. Maður sá að auglýsingamarkaðurinn að breytast.“ Hann segir að ekki hafi komið til greina að halda áfram rafrænni útgáfu, prentaða útgáfan hafi verið miklu vinsælli. „Það er viss söknuður hjá okkur eins og mörgum öðrum, yfir að geta ekki haldið þessu áfram reglulega. Við vorum allan tímann ánægð með gæðin.“ 317 tölublöð Aðstandendur blaðsins þakka lesendum fyrir lesturinn í gegnum árin og samstarfsfólki fyrir samstarfið, í færslu sem birt var á Facebook. Á síðustu forsíðunni eru Bad Boys félagarnir Martin Lawrence og Will Smith. „Engin veit sína ævi fyrr en öll er,“ svara aðstandendur blaðsins þegar einn Facebook fylgjandi spurði hvort síðasta forsíðan hefði ekki þurft að vera merkilegri. Ef marka má viðbrögðin við þessari tilkynningu eru margir sem munu sakna blaðanna. Blaðið virðist hafa verið sérstaklega vinsælt hjá ungu kynslóðinni. Á meðal þeirra sem skrifa athugasemdir við færsluna á Facebook eru lesendur til meira en tuttugu ára. Einhverjir lesendur hafa safnað blöðunum og eiga heilu árgangana heima hjá sér. Tölublöðin voru í heildina 317 talsins sem telst mikið afrek í tímaritaútgáfu hér á landi. Um tíma var það mest lesna tímarit landsins. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Stefáni Unnarssyni útgáfustjóra. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Tímaritið Myndir mánaðarins hefur hætt útgáfu og kemur blaðið ekki út aftur. Myndir mánaðarins hefur verið gefið út í hverjum mánuði í 26 ár samfellt. Blaðið hefur alltaf verið í frídreifingu og verið fáanlegt í verslunum, bíóhúsum og á sölustöðum kvikmynda. Blaðið var einnig fáanlegt á vídeóleigum landsins þegar þær voru enn starfandi. „Ég er mjög sorgmæddur yfir þessum endalokum. Í hálfgerðu sjokki reyndar,“ segir Bergur Ísleifsson ritstjóri blaðsins í samtali við fréttastofu. „Ég vil senda kveðju til lesenda með þökk fyrir lesturinn í gegnum árin. Þeir eru margir sem eiga eftir að sakna þessa blaðs.“ Í blaðinu mátti finna umfjallanir um kvikmyndir og tölvuleiki. Einnig var fjallað um það helsta sem var að gerast í kvikmyndaheiminum. Útgefandi Mynda mánaðarins var Myndmark – félag myndbandaútgefanda og myndbandaleigna. Síðan árið 2012 hefur blaðið einnig verið fáanlegt rafrænt í samstarfi við Kvikmyndir.is vefinn. „Ég heyrði ávæning af þessu síðastliðið sumar, að auglýsingasamningar myndu klárast um áramót og framhald væri í óvissu,“ útskýrir Bergur. Hann vonaði þó að blaðið yrði áfram í útgáfu. „Síðan gerðist það að útgefandi blaðsins ákvað að leita ekki eftir frekari samningum og hætta. Það staðfesti hann í lok nóvember. Ég bauðst til að halda útgáfunni áfram og taldi það vel mögulegt en tvö af þremur bíóanna höfðu ekki áhuga á því, einhverra hluta vegna, og þar með var blaðið dauðadæmt.“ Tölublöðin voru í heildina 317 talsins.Mynd/Myndir mánaðarins Auglýsingamarkaðurinn erfiður „Við höfum komið út í öll þessi ár og lesturinn hefur verið mældur reglulega af Gallup. Þær tölur hafa sýnt þennan mikla lestur ár eftir ár þannig að þessi viðbrögð hafa ekki komið á óvart. Í síðustu mælingu minnir mig að heildarlesturinn hafi verið upp á 14,8 prósent. Mælingarnar hafa sýnt að það var alveg sérstaklega vinsælt hjá yngri lesendum,“ segir Stefán Unnarsson útgáfustjóri hjá Myndmark í samtali við Vísi. „Þó að heildarafkoman hafi verið í lagi þá voru einstaka blöð erfið auglýsingalega séð, menn að færa sig yfir í netauglýsingar og minnka prentauglýsingar. Maður sá að auglýsingamarkaðurinn að breytast.“ Hann segir að ekki hafi komið til greina að halda áfram rafrænni útgáfu, prentaða útgáfan hafi verið miklu vinsælli. „Það er viss söknuður hjá okkur eins og mörgum öðrum, yfir að geta ekki haldið þessu áfram reglulega. Við vorum allan tímann ánægð með gæðin.“ 317 tölublöð Aðstandendur blaðsins þakka lesendum fyrir lesturinn í gegnum árin og samstarfsfólki fyrir samstarfið, í færslu sem birt var á Facebook. Á síðustu forsíðunni eru Bad Boys félagarnir Martin Lawrence og Will Smith. „Engin veit sína ævi fyrr en öll er,“ svara aðstandendur blaðsins þegar einn Facebook fylgjandi spurði hvort síðasta forsíðan hefði ekki þurft að vera merkilegri. Ef marka má viðbrögðin við þessari tilkynningu eru margir sem munu sakna blaðanna. Blaðið virðist hafa verið sérstaklega vinsælt hjá ungu kynslóðinni. Á meðal þeirra sem skrifa athugasemdir við færsluna á Facebook eru lesendur til meira en tuttugu ára. Einhverjir lesendur hafa safnað blöðunum og eiga heilu árgangana heima hjá sér. Tölublöðin voru í heildina 317 talsins sem telst mikið afrek í tímaritaútgáfu hér á landi. Um tíma var það mest lesna tímarit landsins. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Stefáni Unnarssyni útgáfustjóra.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira