3.650 prósenta hækkun á kolefnissköttum nauðsynleg Ásdís Nína Magnúsdóttir skrifar 28. janúar 2020 07:30 Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar