Eigum við í alvöru að vera stolt? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2020 09:00 Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun