Eigum við í alvöru að vera stolt? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2020 09:00 Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun