Heldur ekki fullum launum út kjörtímabilið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2020 21:45 Guðmundur Gunnarsson lætur þegar af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36