Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 15:40 Halldór Bjarki með verðlaun sín á Bessastöðum í dag. Vísir/SigurjónÓ Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir. Leiðbeinandi var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Landspítala og kennari við Háskóla Íslands. Martin Ingi hlaut einmitt sömu verðlaun árið 2007 fyrir rannsóknir á sviði læknisfræði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og hélt auk þess ræðu sem segja má að slegið hafi í gegn. Í verkefninu voru tengsl milli breytileika í stærð rauðra blóðkorna og skamm- og langtíma dánartíðni eftir skurðaðgerðir könnuð, en slíkur breytileiki er mældur fyrir nær allar aðgerðir. Til þess voru upplýsingar úr íslenska aðgerðargagnagrunninum notaðar, en hann inniheldur upplýsingar um hartnær 40 þúsund skurðaðgerðir framkvæmdar á Landspítala. Það var glatt á hjalla á Bessastöðum í dag.Vísir/SigurjónÓ Í ljós kom að einstaklingar með aukinn breytileika höfðu hærri dánartíðni í kjölfar skurðaðgerða samanborið við viðmiðunareinstaklinga með eðlilegan breytileika. Þessum áhrifum er mögulega miðlað gegnum langvinnt bólguástand eða vannæringu, sem hefur áhrif á stærðardreifnina. Niðurstöðurnar benda til þess að mæling á stærðardreifni rauðra blóðkorna megi nota til að áhætttuflokka einstaklinga fyrir aðgerð. Næstu skref verkefnisins miða að því að kanna hvort unnt sé að hafa áhrif á stærðardreifnina eða nota hana til að fylgjast með árangri inngripa sem ætlað er að bæta horfur aðgerðarsjúklinga, svo sem forhæfingu eða leiðréttingu næringarástands fyrir aðgerð. Vonast er til að niðurstöðurnar muni bæta horfur aðgerðasjúklinga sem mun þá hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir þá sem og heilbrigðiskerfið sjálft. Verkefni úr ólíkum áttum tilnefnd Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum Verkefnið var unnið af Sigmundi Páli Freysteinssyni, nema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunarbrautar, Listaháskóla Íslands. Möguleikar melgresis (Leymus arenarius) Verkefnið var unnið af Signýju Jónsdóttur og Sveini Steinari Benediktssyni, nemum í hönnun við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Landgræðsluna, Listaháskóla Íslands og Kjartan Óla Guðmundsson vöruhönnuð og matreiðslumann. Leiðbeinendur verkefnisins voru Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslunnar og Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands. Óhætt er að segja að þröngt hafi verið á þingi í húsakynnum forseta Íslands.Vísir/Sigurjónó Notendahugbúnaður Wave Verkefnið var unnið af þeim Eddu Pétursdóttur, meistaranema í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavik og Freyju Sigurgísladóttur, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Ólafur Bjarki Bogason, Haraldur Hugosson, Daníel Grétarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson, stofnendur Genki Instruments. Nýjar afurðir þörunga Verkefnið var unnið af Hildi Margréti Gunnarsdóttur og Snædísi Guðrúnu Guðmundsdóttur, nemum í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið SagaNatura. Leiðbeinendur voru Gissur Örlygsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lilja Kjalarsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og Páll Arnar Hauksson hjá SagaNatura. Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands. Verðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunin voru fyrst veitt 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og fimmta sinn. Verðlaunin í ár eru stóll hannaður af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur hjá AGUSTAV sem ber heitið Kollur. Kollur er stílhreinn, unninn úr gegnheilli hnotu og stálteini sem gerir hann sérlega sterkan og endingargóðan. Kollur er unninn með það í huga að hann geti nýst í hvaða herbergi heimilisins sem er og hann virkar jafnt sem lítið hliðarborð og sem sæti. AGUSTAV er íslenskt húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtæki frá 2011. AGUSTAV byggir á ástríðu fyrir viðnum og einfaldleika í hönnun. Hér er fegurð í notagildi höfð að leiðarljósi og eru húsgögnin unnin til að endast og eldast með eigandanum. Hvert eintak er handunnið eftir pöntun á Íslandi. Vörur AGUSTAV hafa vakið athygli víða um veröld og hafa birst í fjölmörgum erlendum tímaritum og blöðum, þar á meðal Vogue, New York Times og Berlinske Tidende. AGUSTAV er umhverfismiðað fyrirtæki og gróðursetjur tré fyrir hverja selda vöru. Samtök iðnaðarins styrktu Nýsköpunarsjóð námsmanna við veitingu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár. Forseti Íslands Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir. Leiðbeinandi var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Landspítala og kennari við Háskóla Íslands. Martin Ingi hlaut einmitt sömu verðlaun árið 2007 fyrir rannsóknir á sviði læknisfræði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og hélt auk þess ræðu sem segja má að slegið hafi í gegn. Í verkefninu voru tengsl milli breytileika í stærð rauðra blóðkorna og skamm- og langtíma dánartíðni eftir skurðaðgerðir könnuð, en slíkur breytileiki er mældur fyrir nær allar aðgerðir. Til þess voru upplýsingar úr íslenska aðgerðargagnagrunninum notaðar, en hann inniheldur upplýsingar um hartnær 40 þúsund skurðaðgerðir framkvæmdar á Landspítala. Það var glatt á hjalla á Bessastöðum í dag.Vísir/SigurjónÓ Í ljós kom að einstaklingar með aukinn breytileika höfðu hærri dánartíðni í kjölfar skurðaðgerða samanborið við viðmiðunareinstaklinga með eðlilegan breytileika. Þessum áhrifum er mögulega miðlað gegnum langvinnt bólguástand eða vannæringu, sem hefur áhrif á stærðardreifnina. Niðurstöðurnar benda til þess að mæling á stærðardreifni rauðra blóðkorna megi nota til að áhætttuflokka einstaklinga fyrir aðgerð. Næstu skref verkefnisins miða að því að kanna hvort unnt sé að hafa áhrif á stærðardreifnina eða nota hana til að fylgjast með árangri inngripa sem ætlað er að bæta horfur aðgerðarsjúklinga, svo sem forhæfingu eða leiðréttingu næringarástands fyrir aðgerð. Vonast er til að niðurstöðurnar muni bæta horfur aðgerðasjúklinga sem mun þá hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir þá sem og heilbrigðiskerfið sjálft. Verkefni úr ólíkum áttum tilnefnd Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum Verkefnið var unnið af Sigmundi Páli Freysteinssyni, nema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunarbrautar, Listaháskóla Íslands. Möguleikar melgresis (Leymus arenarius) Verkefnið var unnið af Signýju Jónsdóttur og Sveini Steinari Benediktssyni, nemum í hönnun við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Landgræðsluna, Listaháskóla Íslands og Kjartan Óla Guðmundsson vöruhönnuð og matreiðslumann. Leiðbeinendur verkefnisins voru Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslunnar og Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands. Óhætt er að segja að þröngt hafi verið á þingi í húsakynnum forseta Íslands.Vísir/Sigurjónó Notendahugbúnaður Wave Verkefnið var unnið af þeim Eddu Pétursdóttur, meistaranema í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavik og Freyju Sigurgísladóttur, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Ólafur Bjarki Bogason, Haraldur Hugosson, Daníel Grétarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson, stofnendur Genki Instruments. Nýjar afurðir þörunga Verkefnið var unnið af Hildi Margréti Gunnarsdóttur og Snædísi Guðrúnu Guðmundsdóttur, nemum í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið SagaNatura. Leiðbeinendur voru Gissur Örlygsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lilja Kjalarsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og Páll Arnar Hauksson hjá SagaNatura. Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands. Verðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunin voru fyrst veitt 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og fimmta sinn. Verðlaunin í ár eru stóll hannaður af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur hjá AGUSTAV sem ber heitið Kollur. Kollur er stílhreinn, unninn úr gegnheilli hnotu og stálteini sem gerir hann sérlega sterkan og endingargóðan. Kollur er unninn með það í huga að hann geti nýst í hvaða herbergi heimilisins sem er og hann virkar jafnt sem lítið hliðarborð og sem sæti. AGUSTAV er íslenskt húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtæki frá 2011. AGUSTAV byggir á ástríðu fyrir viðnum og einfaldleika í hönnun. Hér er fegurð í notagildi höfð að leiðarljósi og eru húsgögnin unnin til að endast og eldast með eigandanum. Hvert eintak er handunnið eftir pöntun á Íslandi. Vörur AGUSTAV hafa vakið athygli víða um veröld og hafa birst í fjölmörgum erlendum tímaritum og blöðum, þar á meðal Vogue, New York Times og Berlinske Tidende. AGUSTAV er umhverfismiðað fyrirtæki og gróðursetjur tré fyrir hverja selda vöru. Samtök iðnaðarins styrktu Nýsköpunarsjóð námsmanna við veitingu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent