Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu? Bergsveinn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 17:47 Fráfall Kobe Bryant lét mig hugsa um dauðann, sem hræðir marga. Hvort sem við hugsum um hann eða ekki þá er hann alltaf að birtast okkur í fréttum, sögum um líf annarra, áhyggjum varðandi okkar heilsu, athyglinni okkar í umferðinni eða þegar við eigum afmæli. Við eyðum mikilli orku í að forðast dauðann og hann umlykur allt sem við gerum, ómeðvitað eða meðvitað. Hugsanir um dauðinn eru krefjandi fyrir marga þar sem hann vekur upp ótta, sársauka, rugling og stress. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Hann er það eina sem er víst að gerist í þessum heimi. Versta er eflaust óvissan sem fylgir honum. Við getum ekki vitað hvenær eða hvernig dauðinn mun banka á dyrnar hjá okkur og okkar nánustu. Við getum hins vegar notað dauðann til að hvetja okkur að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu. Að nýta hvert augnablik til hins ýtrasta. Að efla tengslin við vini, maka og foreldra. Að verja minni tíma í óþarfa áhyggjur. Að hætta að bíða eftir að hafa tíma í hlutina og gera þá. Að segja óttanum að halda kjafti og ganga í augun á honum. Að vera trúr sjálfum sér. Að umkringja sig fólki sem lætur sér líða vel. Að segja sannleikann. Að taka lífinu ekki of alvarlega. Að lifa hvern einasta dag eins og hann sé sá síðasti. Ég las einhvers staðar fyrir mörgum árum að við eigum tvö líf og það seinna byrjar þegar við áttum okkur á að við eigum bara eitt. Lífið er allt of stutt til að eyða því í óþarfa kjaftæði. Við getum ekki stjórnað hvenær dauðinn mun banka á dyrnar en við getum stjórnað hvort við höfum dyrnar lokaðar eða opnar þegar við erum á lífi. Dauðinn getur verið hvetjandi eða letjandi, þitt er valið. Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu?Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andlát Kobe Bryant Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fráfall Kobe Bryant lét mig hugsa um dauðann, sem hræðir marga. Hvort sem við hugsum um hann eða ekki þá er hann alltaf að birtast okkur í fréttum, sögum um líf annarra, áhyggjum varðandi okkar heilsu, athyglinni okkar í umferðinni eða þegar við eigum afmæli. Við eyðum mikilli orku í að forðast dauðann og hann umlykur allt sem við gerum, ómeðvitað eða meðvitað. Hugsanir um dauðinn eru krefjandi fyrir marga þar sem hann vekur upp ótta, sársauka, rugling og stress. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Hann er það eina sem er víst að gerist í þessum heimi. Versta er eflaust óvissan sem fylgir honum. Við getum ekki vitað hvenær eða hvernig dauðinn mun banka á dyrnar hjá okkur og okkar nánustu. Við getum hins vegar notað dauðann til að hvetja okkur að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu. Að nýta hvert augnablik til hins ýtrasta. Að efla tengslin við vini, maka og foreldra. Að verja minni tíma í óþarfa áhyggjur. Að hætta að bíða eftir að hafa tíma í hlutina og gera þá. Að segja óttanum að halda kjafti og ganga í augun á honum. Að vera trúr sjálfum sér. Að umkringja sig fólki sem lætur sér líða vel. Að segja sannleikann. Að taka lífinu ekki of alvarlega. Að lifa hvern einasta dag eins og hann sé sá síðasti. Ég las einhvers staðar fyrir mörgum árum að við eigum tvö líf og það seinna byrjar þegar við áttum okkur á að við eigum bara eitt. Lífið er allt of stutt til að eyða því í óþarfa kjaftæði. Við getum ekki stjórnað hvenær dauðinn mun banka á dyrnar en við getum stjórnað hvort við höfum dyrnar lokaðar eða opnar þegar við erum á lífi. Dauðinn getur verið hvetjandi eða letjandi, þitt er valið. Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu?Höfundur er fyrirlesari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar