Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2020 19:54 Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“ Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42