Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir gerði upp magnaða frammistöðu sína á síðustu mánuðum síðasta árs þar sem hún afrekaði það sem engin CrossFit kona hefur gert áður.
„Breytingarnar sem ég gerði eftir heimsleikana á síðasta ári voru að treysta meira eigin tilfinningu, treysta meira á mína reynslu og byrja að æfa meira með öðru fólki. Það hefur heldur betur borgað sig,“ skrifar Sara.
„Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér síðustu mánuði en það hefur verið svo gaman að ég ætla að halda áfram að vera svona upptekin,“ sagði Sara.
Hún hefur yfir sigur sinn í „The Open“ og þá ákvörðun að skipta um æfingastöð og gera æfingarnar með Anníe Mist Þórisdóttur. „Ég veit ekki um að það sé meiri hvatning til en að fara yfir til þeirra og gera æfingarnar með Anníe,“ skrifaði Sara.
Sara talar líka um bæði mótin sem hún vann í Dublin og í Dúbaí sem og um liðakeppnina sem hún vann á Ítalíu með Björgvini Karli Guðmundssyni.
„Ég er mjög stolt af frammistöðu minni síðustu mánuði. Þetta hefur verið alvöru próf fyrir mig til að komast af því hvort ég væri að gera hlutina rétt. Ég hef haft mjög gaman og nýt alls ferlisins. Ég varð fyrsta konan til að vinna tvö Open í röð og varð fyrsti CrossFit keppandinn sem vinnur þrjú fullgild mót í röð. Ég hlýt því að vera gera eitthvað rétt,“ skrifar Sara.
Sara hefur verið að glíma við flensu síðustu fimm daga og hefur því ekki getað æft. „Um leið og ég kemst á fætur þá fer ég á fullt að æfa. Ég vil þakka ykkur öllu fyrir allan stuðninginn og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það skiptir mig miklu máli,“ sagði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan.
Sara stolt af árangrinum: Fór að treysta eigin tilfinningu betur og æfa meira með öðrum

Tengdar fréttir

Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst.

Sara og Björgvin óstöðvandi saman CrossFit móti á Ítalíu
Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu.

Dýrðardagar Söru í Dúbaí | Myndband
Sara Sigmundsdóttir hrósaði sigri á Dubai CrossFit Championship.

Sara mjög spennt fyrir því að keppa aftur í liðakeppni eftir mótið um helgina
Sara Sigmundsdóttir fagnaði enn einum sigrinum á þessu tímabili um helgina þegar var hluti af liðinu sem vann sannfærandi sigur á CrossFit mótinu Fallseries Throwdown.