Ingibjörg í toppstandi á níræðisaldri: Gengur allt, fer mikið í ræktina og komin með kærasta Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 10:30 Ingibjörg er í fantaformi á níræðisaldri. Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“ Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“
Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira