Sport

Met gætu fallið í Laugar­dals­höllinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg Jóna verður í eldlínunni um næstu helgi.
Guðbjörg Jóna verður í eldlínunni um næstu helgi. MYND/FRÍ

Stórmót ÍR í frjálsíþróttum verður haldið í 24. sinn dagana 18.-19. janúar í Laugardalshöll. Fyrstu sjö mótin fóru fram í gömlu Laugardalshöllinni og næstu tvö í Egilshöll.

Frá því að mótið færðist yfir í nýja frjálsíþróttahöll í Laugardal 2006 hefur það verið fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins árlega síðan.  

Mótið er stór vettvangur fyrir yngstu iðkendurna jafnt sem mestu afreksmenn okkar í frjálsíþróttum.  

Sérstök úrslitastund verður á milli 12:00-14:00 laugardag og sunnudag þar sem besta frjálsíþróttafólk landsins keppir til úrslita á fjölda greina þar sem Íslandsmetin gætu fallið.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR er meðal keppenda en hún er líkleg til að gera atlögu að Íslandsmetinu í 60m hlaupi kvenna.

Stendur keppnin annars yfir óslitið frá 9:00-18:00 báða dagana og gert ráð fyrir um 800 keppendum af öllu landinu og nokkrum tugum Færeyinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×