Rannsaka meint brot tveggja lyfjafræðinga Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2020 20:30 Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Mbl.is greindi fyrst frá þessu máli. Málið komst upp við innra eftirlit Lyfju sem tilkynnti það til Lyfjastofnunar og kærði það til lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin hafa verið til rannsóknar frá því í desember og varða sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum án lyfseðils sem lyfsölum er óheimilt. Er um að ræða lyfsala sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ og lyfsala hjá Lyfsalanum í Glæsibæ í Reykjavík. Hefur þeim báðum verið vikið frá störfum og aðrir lyfsalar tekið við rekstri apótekanna. Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig við fréttastofu um rannsóknina þegar eftir því var leitað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er með mál lyfsalans sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ til rannsóknar. Lögreglustjórinn vildi ekki tjá sig um málið sökum þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Lyfjastofnun hefur mál lyfsalans í Glæsibæ til rannsóknar. Hefur Lyfjastofnun ekki kært það til lögreglunnar. Lyfjastofnun vildi þó ekki svara vegna rannsóknarhagsmuna hvort málin tengjast, sem og spurningum sem varða hvaða tegund lyfja voru seld og magnið sem um ræðir. Þá vildi Lyfjastofnun heldur ekki svara hvort brotin hefðu staðið lengi yfir. Heimildir fréttastofu herma að málin tvö tengist og um hafi verið að ræða umtalsvert magn lyfja. Geta brotin varðað fjársektum eða fangelsisvist. Fíkn Lyf Lögreglumál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Mbl.is greindi fyrst frá þessu máli. Málið komst upp við innra eftirlit Lyfju sem tilkynnti það til Lyfjastofnunar og kærði það til lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin hafa verið til rannsóknar frá því í desember og varða sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum án lyfseðils sem lyfsölum er óheimilt. Er um að ræða lyfsala sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ og lyfsala hjá Lyfsalanum í Glæsibæ í Reykjavík. Hefur þeim báðum verið vikið frá störfum og aðrir lyfsalar tekið við rekstri apótekanna. Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig við fréttastofu um rannsóknina þegar eftir því var leitað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er með mál lyfsalans sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ til rannsóknar. Lögreglustjórinn vildi ekki tjá sig um málið sökum þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Lyfjastofnun hefur mál lyfsalans í Glæsibæ til rannsóknar. Hefur Lyfjastofnun ekki kært það til lögreglunnar. Lyfjastofnun vildi þó ekki svara vegna rannsóknarhagsmuna hvort málin tengjast, sem og spurningum sem varða hvaða tegund lyfja voru seld og magnið sem um ræðir. Þá vildi Lyfjastofnun heldur ekki svara hvort brotin hefðu staðið lengi yfir. Heimildir fréttastofu herma að málin tvö tengist og um hafi verið að ræða umtalsvert magn lyfja. Geta brotin varðað fjársektum eða fangelsisvist.
Fíkn Lyf Lögreglumál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent