Grunur leikur á íkveikju í Vesturbergi 4 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 23:15 Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði