Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. janúar 2020 23:15 Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara. Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara.
Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira