Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 09:27 Appelsínugular viðvaranir eru í gildi alls staðar á landinu nema fyrir austan. Skjáskot/veðurstofan Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira