Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 10:03 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum. Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum.
Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44