Virkja ágreiningsákvæði í samningi við Íran Samúel Karl Ólason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. janúar 2020 16:42 Frá undirritun samningsins árið 2015. AP/Joe Klamar Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira