Á rétt á bótum vegna líkamstjóns eftir að hafa komið með bíl í ljósaperuskipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 17:51 Það er best að fara varlega inn á á bílaverkstæðum og smurstöðvum. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira