Greindi óvænt frá því að hún væri transkona Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:51 Nikkie de Jager, betur þekkt sem NikkieTutorials, heldur úti gríðarvinsælli YouTube-rás þar sem hún birtir förðunarmyndbönd af ýmsum toga. Vísir/getty Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Bíó og sjónvarp Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Sjá meira
Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum.
Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Bíó og sjónvarp Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið