Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 02:42 Snjóflóðið féll í sjóinn gegnt Suðureyri og myndaði flóðbylgju. Mynd/Map.is Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59