„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 11:04 Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, í samhæfingarstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira