Erik Hamrén: Allir leikmennirnir hérna vilja vera þar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 23:00 Erik Hamrén valdi 23 leikmenn fyrir leikina á móti Kanada og El Salvador. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira