Erik Hamrén: Allir leikmennirnir hérna vilja vera þar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 23:00 Erik Hamrén valdi 23 leikmenn fyrir leikina á móti Kanada og El Salvador. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira