Íslendingurinn einnig ákærður fyrir að reyna að drepa móður sína Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 14:06 Guðmundur Freyr er sakaður um að hafa stungið sambýlismann móður sinnar endurtekið með þeim afleiðingum að hann lést. Lögreglan á Alicante Íslenskur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi í Alicante á Spáni grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana er bæði ákærður fyrir manndráp en sömuleiðis fyrir tilraun til þess að drepa móður sína. Þetta kemur fram á spænska miðlinum Información. Spænski miðillinn hefur eftir heimildum sínum að Íslendingurinn, hinn fertugi Guðmundur Freyr Magnússon, beri fyrir sig minnisleysi. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður og hefur ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Lögreglan mætti á vettvang aðfaranótt sunnudagsins 12. janúar á heimili í Los Balcones hverfinu í Torrevieja eftir að tilkynning barst þess efnis að maður hefði sést fara yfir vegg. Var í fyrstu talið að um innbrot væri að ræða. Heimildarmenn spænska blaðsins segja að Guðmundur Freyr hafi farið yfir girðingu og í framhaldinu brotið rúðu með gaskút. Hann hafi farið inn í húsnæðið vopnaður hnífi og stungið 66 ára gamlan sambýlismann móður sinnar endurtekið. Lést hann á vettvangi. Móðirin var vitni að árásinni og er það mat dómarans að Guðmundur Freyr hafi einnig gert tilraun til að drepa hana. Handtekinn skammt frá vettvangi í alblóðugum fötum Að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglu er Guðmundur einnig ákærður fyrir hótanir. Hann reyndi að flýja af vettvangi áður en lögregla kom á staðinn en komst ekki langt. Líkt og fram kom í frétt Información var það nágranni sem tilkynnti til lögreglu um hugsanlegt rán þar sem hann sá mann hoppa yfir húsveggi. Lögreglumenn komu svo á vettvang og fóru inn í íbúð móður Guðmundar Freys og manns hennar. Var maðurinn með blæðandi stungusár á síðunni og bakinu. Þrátt fyrir að lögreglumenn á vettvangi hafi gert tilraunir til að stoppa blæðinguna áður en sjúkraflutningamenn komu á staðinn tókst ekki að bjarga lífi mannsins og lést hann á vettvangi. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu var í fyrstu talið, vegna tungumálaörðugleika, að maðurinn hefði látið lífið fyrir slysni, það er að um hafi verið að ræða manndráp af gáleysi, þar sem Guðmundur Freyr hafði ýtt sambýlismanni móður sinnar á útidyrnar svo að gluggi í þeim brotnaði. Guðmundur Freyr var hins vegar farinn af vettvangi. Lögreglunni tókst að finna hann og handtók hann skammt frá heimilinu þar sem hann ráfaði um í alblóðugum fötum. Þegar lögregla hafði svo rannsakað vettvang og safnað sönnunargögnum kom í ljós að atburðarásin var ekki með þeim hætti sem í fyrstu var talið heldur var um manndráp að ræða, framið með hníf. Fundu blóðugan hnífinn undir mottu í bíl sem Guðmundur ætlaði að flýja í Að því er segir í tilkynningu lögreglu þá virðist raunveruleg atburðarás hafa verið á þá leið að Guðmundur Freyr braut glugga í útidyrahurð íbúðarinnar með gaskút sem hann hafði tekið af verönd hússins. Hann réðst nær samstundis að sambýlismanni móður sinnar og stakk hann ítrekað í bakið og síðuna. Þegar móðir Guðmundar reyndi að flýja út úr íbúðinni þá meinaði hann henni útgöngu, otaði að henni hnífnum og hótaði að drepa hana líka. Rannsókn lögreglu á vettvangi tók um tólf klukkustundir. Kveðst lögregla hafa í höndunum nokkuð afgerandi sönnunargögn til sakfellingar, til dæmis föt sem Guðmundur skildi eftir og síðast en ekki síst hnífinn sem lögreglan telur vera morðvopnið. Hnífurinn fannst útataður í blóði í undir mottu í bíl sem Guðmundur ætlaði að nota til þess að reyna að flýja undan lögreglu. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að móðir Guðmundar og sambýliskona hins látna sé eina manneskjan sem hafi orðið vitni að atburðunum í íbúðinni aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að hún sé í mikilli sorg hafi hún unnið vel með lögreglu og frásögn hennar hafi reynst mikilvæg til að pússla saman því sem gerðist. Dæmdur fyrir íkveikju og að hafa reynt að ræna söluturn vopnaður hníf Sem fyrr segir hefur Guðmundur Freyr endurtekið komist í kast við lögin. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi í nóvember 2007, meðal annars fyrir að hafa kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann braust inn í janúar sama ár. Að því er fram kom í frétt Vísis á sínum tíma voru kona og tvö börn sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundar lagði eld að húsinu. Það varð fólkinu til björgunar að nágranni vakti þau og kom þeim út. Auk íkveikjunnar og ránsins í Þorlákshöfn var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa farið inn í söluturn í Fellahverfi í september 2006, vopnaður hníf og heimtað peninga. Þegar afgreiðslumaðurinn neitaði og flúði söluturninn elti Guðmundur hann með hnífinn en gafst fljótlega upp. Þá var Guðmundur einnig dæmdur fyrir að hafa svikið út peninga með stolnu kreditkorti, ekið ölvaður og að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Fram kom í frétt Vísis árið 2007 að Guðmundur hefði síðan hann var 16 ára sjö sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir fíkniefnabrot, lyfsölulagabrot, tollalagabrot og skotvopnalagabrot. Reyndi að taka á fíknivanda sínum Í byrjun janúar 2012 greindi síðan RÚV frá því að Guðmundur Freyr hefði verið dæmdur 21 mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Nítján mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir en í fréttinni kemur fram að Guðmundur hafi verið með rúmlega tvö grömm af maríjúana í bíl sínum þegar hann var stöðvaður á Akureyri í júní 2011. Tveimur mánuðum áður hafði hann ekið sama bíl frá Akureyri til Siglufjarðar en hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þegar Guðmundur varð var við lögreglu gaf hann í og ók á ofsahraða, allt að 163 kílómetrum á klukkustund, í gegnum Múlagöng og Héðinsfjarðargöng. Með brotunum rauf Guðmundur skilorð en fram kemur í frétt RÚV að hann hafi játað brot sín. Þá hafi hann gert tilraun til þess að takast á við fíknivanda sinn og þótti því rétt að skilorðsbinda svo stóran hluta refsingarinnar. Hann var sviptur ökurétti ævilangt og dæmdur til að greiða 45 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Móðirin lýsir atburðarásinni Móðir Guðmundar Freys tjáði sig um atburðarásina í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Ég sagði dómaranum frá því að hann hafði brotið sér leið inn og það voru dyr sem skildu okkur að. Í þeim var hert tvöfalt gler. Hann tók 14 kílóa gaskút og grýtti honum af slíku afli að glerið splundraðist. Hann kom æðandi inn með hnífinn í áttina að okkur og minnstu munaði að ég yrði á milli. Hann stakk síðan sambýlismann minn ítrekað með vopninu. Sonur minn sem hefur verið í neyslu í mörg ár var sturlaður af fíkniefnaneyslu og hefur verið það í mörg ár. Í slíku ástandi er sonur minn óþekkjanlegur og eitrið kallar fram illskuna.“ Hún kom fyrir dómara í gær. „Það er ekki hægt með nokkru móti að verja þennan hrylling. Ég og sambýlismaður minn höfðum átt yndislegt ástríkt samband í tvö ár og elskuðum hvort annað. Ég vona bara að ég fái að kveðja hann,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi í Alicante á Spáni grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana er bæði ákærður fyrir manndráp en sömuleiðis fyrir tilraun til þess að drepa móður sína. Þetta kemur fram á spænska miðlinum Información. Spænski miðillinn hefur eftir heimildum sínum að Íslendingurinn, hinn fertugi Guðmundur Freyr Magnússon, beri fyrir sig minnisleysi. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður og hefur ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Lögreglan mætti á vettvang aðfaranótt sunnudagsins 12. janúar á heimili í Los Balcones hverfinu í Torrevieja eftir að tilkynning barst þess efnis að maður hefði sést fara yfir vegg. Var í fyrstu talið að um innbrot væri að ræða. Heimildarmenn spænska blaðsins segja að Guðmundur Freyr hafi farið yfir girðingu og í framhaldinu brotið rúðu með gaskút. Hann hafi farið inn í húsnæðið vopnaður hnífi og stungið 66 ára gamlan sambýlismann móður sinnar endurtekið. Lést hann á vettvangi. Móðirin var vitni að árásinni og er það mat dómarans að Guðmundur Freyr hafi einnig gert tilraun til að drepa hana. Handtekinn skammt frá vettvangi í alblóðugum fötum Að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglu er Guðmundur einnig ákærður fyrir hótanir. Hann reyndi að flýja af vettvangi áður en lögregla kom á staðinn en komst ekki langt. Líkt og fram kom í frétt Información var það nágranni sem tilkynnti til lögreglu um hugsanlegt rán þar sem hann sá mann hoppa yfir húsveggi. Lögreglumenn komu svo á vettvang og fóru inn í íbúð móður Guðmundar Freys og manns hennar. Var maðurinn með blæðandi stungusár á síðunni og bakinu. Þrátt fyrir að lögreglumenn á vettvangi hafi gert tilraunir til að stoppa blæðinguna áður en sjúkraflutningamenn komu á staðinn tókst ekki að bjarga lífi mannsins og lést hann á vettvangi. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu var í fyrstu talið, vegna tungumálaörðugleika, að maðurinn hefði látið lífið fyrir slysni, það er að um hafi verið að ræða manndráp af gáleysi, þar sem Guðmundur Freyr hafði ýtt sambýlismanni móður sinnar á útidyrnar svo að gluggi í þeim brotnaði. Guðmundur Freyr var hins vegar farinn af vettvangi. Lögreglunni tókst að finna hann og handtók hann skammt frá heimilinu þar sem hann ráfaði um í alblóðugum fötum. Þegar lögregla hafði svo rannsakað vettvang og safnað sönnunargögnum kom í ljós að atburðarásin var ekki með þeim hætti sem í fyrstu var talið heldur var um manndráp að ræða, framið með hníf. Fundu blóðugan hnífinn undir mottu í bíl sem Guðmundur ætlaði að flýja í Að því er segir í tilkynningu lögreglu þá virðist raunveruleg atburðarás hafa verið á þá leið að Guðmundur Freyr braut glugga í útidyrahurð íbúðarinnar með gaskút sem hann hafði tekið af verönd hússins. Hann réðst nær samstundis að sambýlismanni móður sinnar og stakk hann ítrekað í bakið og síðuna. Þegar móðir Guðmundar reyndi að flýja út úr íbúðinni þá meinaði hann henni útgöngu, otaði að henni hnífnum og hótaði að drepa hana líka. Rannsókn lögreglu á vettvangi tók um tólf klukkustundir. Kveðst lögregla hafa í höndunum nokkuð afgerandi sönnunargögn til sakfellingar, til dæmis föt sem Guðmundur skildi eftir og síðast en ekki síst hnífinn sem lögreglan telur vera morðvopnið. Hnífurinn fannst útataður í blóði í undir mottu í bíl sem Guðmundur ætlaði að nota til þess að reyna að flýja undan lögreglu. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að móðir Guðmundar og sambýliskona hins látna sé eina manneskjan sem hafi orðið vitni að atburðunum í íbúðinni aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að hún sé í mikilli sorg hafi hún unnið vel með lögreglu og frásögn hennar hafi reynst mikilvæg til að pússla saman því sem gerðist. Dæmdur fyrir íkveikju og að hafa reynt að ræna söluturn vopnaður hníf Sem fyrr segir hefur Guðmundur Freyr endurtekið komist í kast við lögin. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi í nóvember 2007, meðal annars fyrir að hafa kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann braust inn í janúar sama ár. Að því er fram kom í frétt Vísis á sínum tíma voru kona og tvö börn sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundar lagði eld að húsinu. Það varð fólkinu til björgunar að nágranni vakti þau og kom þeim út. Auk íkveikjunnar og ránsins í Þorlákshöfn var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa farið inn í söluturn í Fellahverfi í september 2006, vopnaður hníf og heimtað peninga. Þegar afgreiðslumaðurinn neitaði og flúði söluturninn elti Guðmundur hann með hnífinn en gafst fljótlega upp. Þá var Guðmundur einnig dæmdur fyrir að hafa svikið út peninga með stolnu kreditkorti, ekið ölvaður og að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Fram kom í frétt Vísis árið 2007 að Guðmundur hefði síðan hann var 16 ára sjö sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir fíkniefnabrot, lyfsölulagabrot, tollalagabrot og skotvopnalagabrot. Reyndi að taka á fíknivanda sínum Í byrjun janúar 2012 greindi síðan RÚV frá því að Guðmundur Freyr hefði verið dæmdur 21 mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Nítján mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir en í fréttinni kemur fram að Guðmundur hafi verið með rúmlega tvö grömm af maríjúana í bíl sínum þegar hann var stöðvaður á Akureyri í júní 2011. Tveimur mánuðum áður hafði hann ekið sama bíl frá Akureyri til Siglufjarðar en hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þegar Guðmundur varð var við lögreglu gaf hann í og ók á ofsahraða, allt að 163 kílómetrum á klukkustund, í gegnum Múlagöng og Héðinsfjarðargöng. Með brotunum rauf Guðmundur skilorð en fram kemur í frétt RÚV að hann hafi játað brot sín. Þá hafi hann gert tilraun til þess að takast á við fíknivanda sinn og þótti því rétt að skilorðsbinda svo stóran hluta refsingarinnar. Hann var sviptur ökurétti ævilangt og dæmdur til að greiða 45 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Móðirin lýsir atburðarásinni Móðir Guðmundar Freys tjáði sig um atburðarásina í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Ég sagði dómaranum frá því að hann hafði brotið sér leið inn og það voru dyr sem skildu okkur að. Í þeim var hert tvöfalt gler. Hann tók 14 kílóa gaskút og grýtti honum af slíku afli að glerið splundraðist. Hann kom æðandi inn með hnífinn í áttina að okkur og minnstu munaði að ég yrði á milli. Hann stakk síðan sambýlismann minn ítrekað með vopninu. Sonur minn sem hefur verið í neyslu í mörg ár var sturlaður af fíkniefnaneyslu og hefur verið það í mörg ár. Í slíku ástandi er sonur minn óþekkjanlegur og eitrið kallar fram illskuna.“ Hún kom fyrir dómara í gær. „Það er ekki hægt með nokkru móti að verja þennan hrylling. Ég og sambýlismaður minn höfðum átt yndislegt ástríkt samband í tvö ár og elskuðum hvort annað. Ég vona bara að ég fái að kveðja hann,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira