Fyrstu léttbátarnir koma í land á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2020 15:28 Fyrstu léttbátarnir komu að landi upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan „Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02