Hvað er sálrænn stuðningur? Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Brynhildur Bolladóttir skrifar 16. janúar 2020 16:02 Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun