Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 20:29 Frá höfninni á Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41
Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37