Sendir leikmenn Liverpool í frí frekar en æfingaferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp með fyrirliðanum Jordan Henderson. Getty/Jon Bromley Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu síðustu mánuði tímabilsins enda liðið líklegt til afreka bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið að reyna að stýra álaginu á liðinu sem var ekki auðvelt í öllu leikjaálaginu í jólamánuðinum þar sem heimsmeistarakeppni félagsliða og ferðalag til Katar bættist ofan á alla aðra leiki. Framundan er hins vegar smá frí nú þegar enska úrvalsdeildinni tekur sér í fyrsta sinn svokallað vetrarhlé þar sem liðin fá tækifæri til að hlaða batteríin fyrir lokakafla tímabilsins. Flest liðanna ætla sér að komast í sól og hita sunnar á hnettinum og fara með leikmenn sína í stuttar æfingabúðir en Klopp hefur önnur plön samkvæmt frétt í Evening Standard. #LFC not heading on their usual warm-weather training camp in February despite the introduction of a winter break. Instead, Jurgen Klopp will give his players a well-deserved week off - if they avoid an FA Cup replay against Shrewsbury, that is.https://t.co/PwcxbXjM6W— David Lynch (@LynchStandard) January 16, 2020 Liverpool fær tveggja vikna frí eftir leik sinn á móti Southampton á Anfield 1. febrúar næstkomandi. Næsti deildarleikur er síðan ekki fyrr en á móti Norwich City 15. febrúar. Klopp hefur verið vanur að fara með Liverpool liðið í stuttar æfingaferðir til Spánar síðustu ár en nú vill hann fara aðra leið. Liverpool fór til La Manga árið 2017 en hefur undanfarin tvö ár æft á Marbella. Klopp ætlar samkvæmt heimildum Evening Standard að gefa sínum leikmönnum eina viku í frí frá æfingum þar sem þá fá tækifæri til að safna orku og ferskleika fyrir framhaldið. Þetta eru verðlaun fyrir frábæra framgöngu liðsins til þessa á tímabilinu. Það gæti reyndar eitt haft áhrif á þetta tveggja vikna frí. Fari svo að Liverpool þurfi að spila aukaleik á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum þá fer sá leikur fram 5. febrúar og styttir því um leið þetta vetrarfrí Liverpool manna. Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu síðustu mánuði tímabilsins enda liðið líklegt til afreka bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið að reyna að stýra álaginu á liðinu sem var ekki auðvelt í öllu leikjaálaginu í jólamánuðinum þar sem heimsmeistarakeppni félagsliða og ferðalag til Katar bættist ofan á alla aðra leiki. Framundan er hins vegar smá frí nú þegar enska úrvalsdeildinni tekur sér í fyrsta sinn svokallað vetrarhlé þar sem liðin fá tækifæri til að hlaða batteríin fyrir lokakafla tímabilsins. Flest liðanna ætla sér að komast í sól og hita sunnar á hnettinum og fara með leikmenn sína í stuttar æfingabúðir en Klopp hefur önnur plön samkvæmt frétt í Evening Standard. #LFC not heading on their usual warm-weather training camp in February despite the introduction of a winter break. Instead, Jurgen Klopp will give his players a well-deserved week off - if they avoid an FA Cup replay against Shrewsbury, that is.https://t.co/PwcxbXjM6W— David Lynch (@LynchStandard) January 16, 2020 Liverpool fær tveggja vikna frí eftir leik sinn á móti Southampton á Anfield 1. febrúar næstkomandi. Næsti deildarleikur er síðan ekki fyrr en á móti Norwich City 15. febrúar. Klopp hefur verið vanur að fara með Liverpool liðið í stuttar æfingaferðir til Spánar síðustu ár en nú vill hann fara aðra leið. Liverpool fór til La Manga árið 2017 en hefur undanfarin tvö ár æft á Marbella. Klopp ætlar samkvæmt heimildum Evening Standard að gefa sínum leikmönnum eina viku í frí frá æfingum þar sem þá fá tækifæri til að safna orku og ferskleika fyrir framhaldið. Þetta eru verðlaun fyrir frábæra framgöngu liðsins til þessa á tímabilinu. Það gæti reyndar eitt haft áhrif á þetta tveggja vikna frí. Fari svo að Liverpool þurfi að spila aukaleik á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum þá fer sá leikur fram 5. febrúar og styttir því um leið þetta vetrarfrí Liverpool manna.
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira