Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Aron Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2025 10:02 Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, hafði sitthvað að segja um varnarleik liðsins gegn Bournemouth í gær. Vísir/Getty Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira