Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 17. janúar 2020 12:48 Innan úr húsi á Flateyri. Vísir/Egill Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30