Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton um helgina er liðið mætir West Ham á útivelli.
Síðan Carlo Ancelotti tók við Everton hefur Gylfi Þór byrjað alla leiki liðsins; bæði í deild og bikar.
Gylfi Þór er meiddur og verður ekki orðinn leikfær á morgun en síðast skoraði Gylfi draumamark gegn West Ham þann 19. október síðastliðinn
| Yerry Mina passed fit, but Richarlison [knee] and Sigurdsson ruled out. Richarlison problem "minor", hopeful to be fit for Tuesday. #WHUEVEhttps://t.co/9GMEKelt7h
— Everton (@Everton) January 17, 2020
Það verður ekki bara Gylfi sem verður ekki með Everton á morgun en Richarlison er einnig á meiðslalistanum.
Blóðtaka fyrir Everton en Richarlison skoraði einmitt sigurmarkið gegn Brighton um síðustu helgi.
Everton er í 11. sæti deildarinnar en West Ham er í 16. sætinu. David Moyes var ekki fyrir svo löngu ráðinn stjóri West Ham.