Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar.
Íbúafundurinn á Flateyri verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl. 17:00 í Félagsbæ. Íbúafundurinn á Suðureyri verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl. 20:00 í félagsheimilinu á Suðureyri.
Fundarstjóri verður Rögnvaldur Ólafsson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Dagskrá fundanna er eftirfarandi:
- Ávarp bæjarstjóra
- Tryggingarvernd Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
- Snjóflóðin 14. Janúar 2020. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands
- Skipulag áfallahjálpar. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar
- Umræður
Á fundinum verða auk bæjarstjóra og fulltrúa lögreglustjórans á Vestfjörðum fulltrúar frá eftirfarandi aðilum:
- Ofanflóðasjóði
- Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
- Rauða krossi Íslands
- Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
- Umhverfisstofnun
- Svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Þá verður einnig haldinn íbúafundur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 21. janúar kl. 17. Dagskrá verður auglýst mánudaginn 20. janúar.