Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin gerðu góða ferð til Belgrad og unnu níu stiga sigur á Rauðu stjörnunni, 85-94, eftir framlengingu í EuroLeague í kvöld.
Martin skoraði 13 stig og setti niður tvö þriggja stiga skot í framlengingunni.
Alba Berlin vann góðan sigur á Olympiacos á þriðjudaginn, 86-93, og hefur nú unnið tvo leiki í röð í EuroLeague. Liðið er í 14. sæti af 18 liðum.
Auk þess að skora 13 stig gaf Martin tvær stoðsendingar í leiknum í kvöld.
Hann hitti úr tveimur af sex skotum sínum inni í teig og þremur af sex fyrir utan þriggja stiga línuna.

