Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 08:30 Vegfarendur í Tókýó með andlitsmaska. Japönsk yfirvöld segja að karlmaður sem kom heim frá Kína hafi greinst með nýtt afbrigði kórónaveiru sem kom fyrst upp í Wuhan. AP/Eugene Hoshiko Breskir sérfræðingar telja að allt að 1.700 manns hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember, mun fleiri en kínversk yfirvöld hafa látið uppi. Tveir hafa látist af völdum veirunnar sem veldur veikindum sem líkist lungnabólgu. Kínversk yfirvöld segja að 45 tilfelli veirunnar hafi verið staðfest. Veiran kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember og hefur verið tengd við markað með lifandi dýr þar. Tvö tilfelli hafa greinst í Taílandi og eitt í Japan. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar Imperial College í London, sem veita meðal annars bresku ríkisstjórninni og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ráð í sóttvörnum, hafi áætlað að fjöldi smita sé mun hærri en Kínverjar hafa gefið upp á grundvelli tilfellanna utan Kína. „Ég hef verulega meiri áhyggjur nú en fyrir viku,“ segir Neil Ferguson, prófessor við háskólann, við BBC. Hann telur þó of snemmt fyrir hrakspár. Fram að þessu hafa kínversk yfirvöld haldið því fram að veiran smitist ekki á milli manna heldur hafi hún borist frá dýrum. Ferguson segir að taka verði möguleikann á smiti á milli manna alvarlega. „Fyrir mér er það ólíklegt, í ljósi þess sem við vitum um kórónaveirur, að snerting við dýr væri aðalorsök slíks fjölda smita hjá mönnum,“ segir Ferguson. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Breskir sérfræðingar telja að allt að 1.700 manns hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember, mun fleiri en kínversk yfirvöld hafa látið uppi. Tveir hafa látist af völdum veirunnar sem veldur veikindum sem líkist lungnabólgu. Kínversk yfirvöld segja að 45 tilfelli veirunnar hafi verið staðfest. Veiran kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember og hefur verið tengd við markað með lifandi dýr þar. Tvö tilfelli hafa greinst í Taílandi og eitt í Japan. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar Imperial College í London, sem veita meðal annars bresku ríkisstjórninni og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ráð í sóttvörnum, hafi áætlað að fjöldi smita sé mun hærri en Kínverjar hafa gefið upp á grundvelli tilfellanna utan Kína. „Ég hef verulega meiri áhyggjur nú en fyrir viku,“ segir Neil Ferguson, prófessor við háskólann, við BBC. Hann telur þó of snemmt fyrir hrakspár. Fram að þessu hafa kínversk yfirvöld haldið því fram að veiran smitist ekki á milli manna heldur hafi hún borist frá dýrum. Ferguson segir að taka verði möguleikann á smiti á milli manna alvarlega. „Fyrir mér er það ólíklegt, í ljósi þess sem við vitum um kórónaveirur, að snerting við dýr væri aðalorsök slíks fjölda smita hjá mönnum,“ segir Ferguson.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28