BHM gefur sex sumarbústaði í Brekkuskógi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2020 12:15 Sex A-bústaðir í eigu BHM verða gefnir áhugasömum gegn því að þeir verði fjarlægðir af staðnum. BHM Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur. Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur.
Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira