Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna Flosi Eiríksson skrifar 18. janúar 2020 12:06 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar