Málverk eftir Klimt sem stolið var fyrir 23 árum fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:56 Málverkið eftir Klimt fannst í byrjun desember síðastliðnum. getty/DeAgostini Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega. Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega.
Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira