Íslandsmeistarar Vals byrjuðu árið 2020 af miklum krafti og kjöldrógu KA/Þór, 32-16, á Hlíðarenda í Olís-deild kvenna í dag. Valur er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fram.
Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í Valsmarkinu og varði 22 skot, eða 63% þeirra skota sem hún fékk á sig.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk. Auður Ester Gestsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor.
Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð.
Haukar og ÍBV gerðu jafntefli í hörkuleik á Ásvöllum, 22-22.
Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka sem hafa aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum. Saga Sif Gísladóttir varði 17 skot í marki Hafnfirðinga (44%).
Sunna Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Ásta Björt Júlíusdóttir sex. Eyjakonur eru í 7. sæti deildarinnar með átta stig.
HK átti ekki neinum vandræðum með að leggja Aftureldingu að velli, 33-23. HK er í 4. sæti deildarinnar með tólf stig. Afturelding er áfram án stiga á botninum.
Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu átta mörk hvor fyrir HK. Telma Rut Frímannsdóttir skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu.
Íris Björk með 63% markvörslu í stórsigri Vals á KA/Þór | Spenna á Ásvöllum

Tengdar fréttir

Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl
Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli.