Vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 19:00 Umhverfisráðherra kynnti áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs í dag. SIGURJÓN ÓLASON Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur. Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira