Vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 19:00 Umhverfisráðherra kynnti áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs í dag. SIGURJÓN ÓLASON Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur. Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira