Fyrsti báturinn kominn á land Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2020 20:37 Unnið er á fullu. Mynd/Aðsend Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira