Grunaður njósnari fyrir Kína með tengsl við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:15 Gerhard Sabathil var sendifulltrúi ESB gagnvart Íslandi frá 2000 til 2004. Hann var kallaður heim sem sendiherra í Suður-Kóreu eftir að öryggisheimild hans var afturkölluð árið 2016. Vísir/EPA Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil. Evrópusambandið Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil.
Evrópusambandið Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira