Grunaður njósnari fyrir Kína með tengsl við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:15 Gerhard Sabathil var sendifulltrúi ESB gagnvart Íslandi frá 2000 til 2004. Hann var kallaður heim sem sendiherra í Suður-Kóreu eftir að öryggisheimild hans var afturkölluð árið 2016. Vísir/EPA Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil. Evrópusambandið Kína Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil.
Evrópusambandið Kína Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira