Markasúpa í Reykjavíkurmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 22:30 Fylkir kom til baka og lagði Fjölni í miklum markaleik. Vísir/Daníel Þór Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Sjá meira
Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Sjá meira