Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag sem leitað hefur verið að frá því á mánudag. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.
Í gær var óskað eftir aðstoð áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GRO við leitina og var GSM miðunarbúnaður hafður með í för. Um þrjú hundruð björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum síðustu daga og þá var einnig notast við sporhunda.
Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi
Björgunarsveitir og lögreglan á Vesturlandi ákvörðun um að gera hlé á leit þar til á morgun. Bæði er veðurspáin ekki góð og eins ákvað lögreglan að gefa sér tíma í að sinna rannsóknarvinnu til að þrengja megi leitina.
Um fimmtíu björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í gær. Þá tók þyrla landhelgisgæslunnar einnig þátt í leitinni ásamt sporhundum og leitað var sérstaklega í hellum á svæðinu.
Um 250 manns leituðu mannsins á mánudag. Hann er talinn hafa villst í fjallgöngu á svæðinu.
