„Nóg að gera“ í veðrinu þessa dagana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:16 Það er einna helst á Suðurlandi sem styttir upp í dag. Vísir/vilhelm Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli. Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira