Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 20:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira