Bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum greiddar í þessum mánuði Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2020 07:28 Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. vísir/vilhelm Ríkið mun greiða alls 759 milljónir króna í miskabætur til málsaðila og afkomenda í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmála síðar í þessum mánuði. Er það gert á grundvelli laga samþykkt voru á Alþingi í byrjun desember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Þeir aðilar sem eiga að fá miskagreiðslur hafa frest til 10. janúar til að gera athugasemdir við bótaupphæðirnar, en haft var samband við þá fljótlega eftir að lögin voru samþykkt. Umrædd lög voru samþykkt í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í málinu en alls verða miskagreiðslur greiddar til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi og barna hinna tveggja. Eftir að frestur rennur út verður greitt út á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar, að því gefnu að athugasemdir kalli ekki á endurskoðun. Eru greiðslurnar á bilinu 15 til 224 milljónir króna. Í lögunum kemur fram að greiðsla umræddra bóta komi ekki í veg fyrir að málsaðilar eða aðstandendur þeirra geti höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum, en enn sem komið er hefur einungis Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu þar sem frekari bóta er krafist. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða króna í bætur vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði. Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. 4. desember 2019 16:21 Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ríkið mun greiða alls 759 milljónir króna í miskabætur til málsaðila og afkomenda í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmála síðar í þessum mánuði. Er það gert á grundvelli laga samþykkt voru á Alþingi í byrjun desember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Þeir aðilar sem eiga að fá miskagreiðslur hafa frest til 10. janúar til að gera athugasemdir við bótaupphæðirnar, en haft var samband við þá fljótlega eftir að lögin voru samþykkt. Umrædd lög voru samþykkt í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í málinu en alls verða miskagreiðslur greiddar til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi og barna hinna tveggja. Eftir að frestur rennur út verður greitt út á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar, að því gefnu að athugasemdir kalli ekki á endurskoðun. Eru greiðslurnar á bilinu 15 til 224 milljónir króna. Í lögunum kemur fram að greiðsla umræddra bóta komi ekki í veg fyrir að málsaðilar eða aðstandendur þeirra geti höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum, en enn sem komið er hefur einungis Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu þar sem frekari bóta er krafist. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða króna í bætur vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði. Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. 4. desember 2019 16:21 Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. 4. desember 2019 16:21
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21