Sportpakkinn: Ungur Sílemaður með forystu á meistaramótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 15:30 Joaquin Niemann leiðir á meistaramótinu í golfi á Hawaii. vísir/ap Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii Golf Sportpakkinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii
Golf Sportpakkinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira