Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.
Í nýjasta myndbandinu frá AD fá áhorfendur að kíkja í heimsókn til Tan France sem slegið hefur í gegn í þáttunum Queer Eye en hann býr þar ásamt eiginmanni sínum.
Tan sér ávallt um klæðaburð þeirra sem koma fram í þáttunum Queer Eye og því mátti fastlega búast við því að hann sé ekkert að spara plássið þegar kemur að fatnaði í íbúðinni. Það varð raunin.
Tan býr í Salt Lake City ásamt eiginmanni sínum Rob France og hafa þeir greinilega komið sér vel fyrir eins og sjá má hér að neðan.
Innlit á heimili Tan úr Queer Eye
